BBC segir frá því að forráðamenn Tottenham séu nokkuð langt komnir með það að finna mögulegan arftaka fyrir Ange Postecoglou.
Því hefur verið haldið fram að Postecoglou verði rekinn frá Tottenham eftir helgi.
Sigur liðsins í Evrópudeildinni gæti breytt einhverju en óvíst er hvort það dugi Postecoglou til að halda starfinu.
Postecoglou fékk vænan bónus á miðvikudag við að vinna Evrópudeildina eða 2 milljónir punda eða 350 milljónir króna.
Postecoglou er á sínu öðru ári með Tottenham en spilamennska liðsins í deildinni hefur verið mikið áhyggjuefni fyrir forráðamenn Tottenham.
BBC segir mikla vinnu hafa átt sér stað á bak við tjöldin að teikna upp mögulega arftaka Postecoglou verði hann rekinn.