Samkvæmt Daily Mail er nokkuð stór hluti leikmanna Manchester United efins um Ruben Amorim og kerfið hans.
Amorim spilar 3-4-3 kerfið og ætlar ekki að breyta neinu, hafa slæm úrslit United enginn áhrif á hann.
Daily Mail segir nokkra leikmenn United hugsi yfir því hversu þrjóskur Amorim er á kerfið sitt.
Amorim tók við United í nóvember, hefur vont versnað undir hans stjórn eftir að Erik ten Hag var rekinn.
Bruno Fernandes, Luke Shaw, Diogo Dalot og fleiri standa með Amorim en nokkrir eru sagðir efast hressilega um kappann.
Forráðamenn United ætla að halda tryggð við Amorim sem færi sumarið til að undirbúa átökin næsta vetur.