Það verður hátíð í bæ á Anfield á sunnudag þegar Liverpool fær afhentan bikarinn fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki séð dolluna fara á loft frá árinu 1990.
Þegar liðið vann deildina árið 2020 var COVID-19 faraldur og enginn mátti mætti á völlinn.
Nú verður hins vegar setið í hverju einasta sæti á Anfield og mikil gleði þegar bikarinn fer á loft.
Alan Hansen sem er goðsögn í sögu Liverpool fær þann heiður að afhent Virgil van Dijk fyrirliða liðsins bikarinn eftirsótta.
Hansen vann deildina átta sinnum með Liverpool á sínum ferli.