Samkvæmt frétt Bild hefur Florian Wirtz miðjumaður Bayer Leverkusen áhuga á því að fara til Liverpool og það talsvert mikinn.
Manchester City er hætt við að eltast við Wirtz og telja pakkann hreinlega og dýran.
Bild segir að Wirtz sé byrjaður að skoða húsnæði nálægt Liverpool verði af félagaskiptunum.
Bild segir að Liverpool hafi mikla fjármuni til að eyða í sumar og pakkinn fyrir Wirtz er ekki sagður hræða þá.
Bayern og Liverpool eru að eltast við Wirtz og er búist við að hann taki ákvörðun á næstu dögum.