Arne Slot stjóri Liverpool vonast eftir því að stuðningsmenn Liverpool láti Trent Alexander-Arnold í friði á sunnudag.
Liverpool tekur þá á móti titlinum en Trent er ekki vinsæll eftir að hafa ákveðið að fara frítt í sumar.
Trent mun ganga í raðir Real Madrid á næstu dögum. „Ég vona að allir leikmenn sem lagt hafa sitt á mörkum fái góðar viðtökur stuðningsmanna,“ segir Slot.
Stuðningsmenn Liverpool hafa baulað á Trent í síðustu leikjum.
„Allir hafa lagt mikið á sig í gegnum ferilinn og þeir gerðu þetta fyrir sig sjálfa. Stuðningsmennirnir hafa svo hjálpað þeim.“
„Það væri frábært ef það væri bara jákvæð orka í kringum þetta fyrir alla hjá félaginu og Trent er hluti af því.“
„Ég vona að þeir hlusti á mig varðandi Trent en þeir hafa auðvitað sína skoðun.“