Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, en þar er Viktor Unnar Illugason gestur þeirra Helga Fannars og Hrafnkels Freys.
Það er farið um víðan völl í þættinum. Íslenski boltinn fær auðvitað sitt pláss, sem og hinar boltaíþróttirnar hér heima. Þá er einnig kíkt á helstu fréttir í vikunni og út í heim.
Horfðu á þáttinn í spilaranum, eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.