Chelsea mun líklega vilja nýjan markvörð fyrir næsta tímabil en Robert Sanchez er umdeildur á meðal stuðningsmanna félagsins.
Markvörðurinn Djordje Petrovic er á mála hjá Chelsea en spilar í dag á lánssamningi hjá Strasbourg í Frakklandi.
Petrovic hefur fengið tækifæri með aðalliði Chelsea og átti nokkra ágæta leiki en var sendur til Frakklands í sumar.
Petrovic var frábær fyrir Strasbourg á þessu tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu í gær.
Möguleiki er á að Chelsea sé með framtíðarmarkvörðinn á sínum bókum en hvort hann fái sénsinn næsta vetur verður að koma í ljós.