Crystal Palace 1 – 0 Man City
1-0 Eberechi Eze(’16)
Crystal Palace er bikarmeistari árið 2025 en það er eitthvað sem fáir höfðu spáð fyrir þetta ágæta tímabil.
Palace mætti Manchester City í úrslitaleiknum sjálfum í kvöld en spilað var á Wembley vellinum.
Eberechi Eze sá um að tryggja Palace sigur í leik þar sem liðið hitti markið tvisvar og var aðeins 21 prósent með boltann.
City reyndi og reyndi og fékk sín færi en Omar Marmoush klikkaði á meðal annars á vítaspyrnu í fyrri hálfleik.