Erling Haaland mun snúa aftur í lið Manchester City sem spilar gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Haaland hefur misst af síðustu verkefnum þeirra bláklæddu en hann spilaði síðast þann 30. mars.
Meiðsli hafa hrjáð norska landsliðsmanninn en hann verður mættur á St. Mary’s og mun spila gegn Southampton sem er fallið.
City þarf á sigri að halda í Meistaradeildarbaráttunni og eru allar líkur á að liðið nái að gera það gegn slakasta liði deildarinnar.
Southampton þarf hins vegar eitt stig til að koma í veg fyrir það að vera versta lið í sögu úrvalsdeildarinnar – þeir eru aðeins með 11 stig.