fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Howard Webb, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur tjáð sig um atvik sem gerðist í leik Tottenham og Manchester United árið 2009 er þessi lið áttust við á Old Trafford.

Tottenham komst í stöðuna 2-0 í þessum leik áður en Webb ákvað að dæma vítaspyrnu á Heurelho Gomes, markvörð Tottenham, fyrir brot á Michael Carrick.

Webb ræddi þetta augnablik í samtali við Athletic en hann áttaði sig um leið að mistök hefðu verið gerð og að vítaspyrnudómurinn væri rangur.

Á þessum tíma gátu dómarar hins vegar ekki notast við VAR og steig Cristiano Ronaldo á punktinn og skoraði. Man Utd vann leikinn að lokum 5-2.

Webb viðurkennir að hann hafi vonast eftir því að Ronaldo myndi klúðra spyrnunni svo vítaspyrnan myndi ekki hafa áhrif á gang mála.

,,Það sem ég hugsa fyrst um er í leik þar sem ég vissi að ég hefði gert mistök. Þetta var leikur Tottenham og Manchester United á Old Trafford 2009,“ sagði Webb.

,,Ég sá Michael Carrick ná boltanum áður en markvörðurinn virtist brjóta á honum. Þetta virkaði sem auðvelt víti að dæma. Ég bjóst við þessum venjulegu kvörtunum en ekki brjálæðinu sem fylgdi.“

,,Það var augljóst um leið að ég hefði gert mistök. Það var eitthvað meira þarna en venjulega. Ég þurfti að standa með ákvörðuninni og minni tilfinningu. Ég vonaðist bara eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu en hann gerði það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Í gær

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla