fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Bara bestu vinir ef þau stunda ekki kynlíf á hverjum degi – ,,Annars væri ég áhyggjufull“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 20:30

Tanya og Bardsley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega margir lesendur sem kannast við nafnið Phil Bardsley sem er fyrrum leikmaður Manchester United, Sunderland og Stoke svo eitthvað sé nefnt.

Bardsley er 39 ára gamall í dag en hann hefur lagt skóna á hilluna og spilaði sinn síðasta leik árið 2023 fyrir Stockport í neðri deildum Englands.

Bardsley var fínn bakvörður á sínum tíma en hann spilaði 13 landsleiki fyrir Skotland og lék mest allan sinn feril í ensku úrvalsdeildinni.

Eiginkona Phil er minna þekkt en hún ber nafnið Tanya Bardsley og þau kynntust fyrir um 15 árum síðan.

Tanya hafði athyglisverða hluti að segja í viðtali nú á dögunum en hún ræddi um samband sitt við Phil í svefnherberginu.

,,Ég hef og verð alltaf skotin í Phil, hann verður huggulegri með hverjum degi!“ sagði Tanya um eiginmanninn.

,,Ég hef náð stjórn á ákveðnum hlutum í sambandinu en það sem mamma sagði mér var að hugsa vel um manninn því annars myndi önnur kona gera það. Við þurfum öll að vökva garðinn.“

,,Það eru ekki öll pör sem stunda kynlíf reglulega og það er allt í lagi en ef við gerum það ekki þá erum við bara bestu vinur. Ég væri áhyggjufull ef kynlífið væri ekki stór hluti af sambandinu – alla daga.“

,,Við reynum að gera þetta þegar börnin sjá ekki til, hann verður að vera snöggur og stundum tekur þetta bara tvær mínútur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Í gær

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu