fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 13:33

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski miðillinn Relevo kveðst hafa byrjunarlið Real Madrid gegn Arsenal í kvöld undir höndum og gerir Carlo Ancelotti tvær breytingar.

Liðin mætast í seinni leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Arsenal leiðir 3-0 eftir leikinn í London og því mikið verk að vinna fyrir Real Madrid.

Relevo heldur því fram að fyrrum Arsenal maðurinn Dani Ceballos komi inn í liðið í kvöld fyrir Luka Modric. Aurelien Tchouameni komi þá inn fyrir Eduardo Camavinga, sem tekur út leikbann.

Tchouameni verður í hjarta varnarinnar með Antonio Rudiger og Raul Asencio sér við hlið.

Svona verður liðið samkvæmt Relevo: Courtois, Asencio, Tchouameni, Rudiger, Alaba, Valverde, Ceballos, Bellingham, Rodrygo, Mbappe, Vini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Í gær

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Í gær

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum