fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Myndband: Subbuleg slagsmál í Kaupmannahöfn í gær – Ögraði tugum þúsunda og allt varð vitlaust

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð gjörsamlega upp úr eftir Kaupmannahafnarslaginn milli FCK og Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni á Parken í gær.

Gestirnir frá Bröndby unnu dramatískan sigur í leiknum, 1-2. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma og mistókst heimamönnum svo að jafna af vítapunktinum nokkrum mínútum síðar.

Það er gríðarlegur hitti milli þessara liða og stuðningsmanna þeirra og eftir leik fagnaði Patrick Pentz markmaður Bröndby fyrir framan stuðningsmenn FCK. Uppskar hann sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir vikið.

Hófust þá hörð slagsmál úti á vellinum þar sem Pentz fékk að kenna á því. Diant Ramaj markvörður FCK fékk einnig rautt spjald fyrir viðbrögð sín í leikslok og fékk varamarkvörður Bröndby einnig brottvísun.

Pentz viðurkenndi eftir leik að það hafi verið mistök að kveikja í mannskapnum með fögnuði sínum, en hér neðar er myndband af þessu.

Þess má geta að FCK er á toppi deildarinnar með 1 stigs forskot á Midtjylland. Bröndby er 5 stigum á eftir erkifjendum sínum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture