fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Ársreikningur Vals: Börkur skildi vel við reksturinn á Hlíðarenda – Auknar tekjur vegna Gylfa vekja athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður knattspyrnudeildar Vals nam rúmlega 25 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi deildarinnar, sem hefur verið opinberaður.

Tekjur félagsins hækka töluvert milli ára, eða um meira en 50 milljónir, og námu þær rúmum 490 milljónum. Athygli vekur að tekjur frá miðasölu hækka frá um 11,5 milljónum 2023 í um 27 milljónir í fyrra. Gríðarlegt magn af ársmiðum seldist eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir síðustu leiktíð og útskýrir það væntanlega þessa miklu hækkun.

Helstu útgjöld voru laun og launatengd gjöld. Námu þau um 355 milljónum, en um 304 milljónum árið áður.

Knattspyrnudeild Vals hagnaðist þá um rúmlega 37 milljónir króna á leikmannasölum í fyrra.

Sem fyrr segir nam hagnaður deildarinnar rúmum 25 milljónum árið 2024. Börkur Edvardsson lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar eftir tímabil og tók Björn Steinar Jónsson við af honum. Töluverðar breytingar urðu á bakvið tjöldin en það er óhætt að segja að Börkur og hans fólk skili góðu búi.

Ársreikningurinn í heild sinni

Meira:
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa