fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ársreikningur Vals: Börkur skildi vel við reksturinn á Hlíðarenda – Auknar tekjur vegna Gylfa vekja athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður knattspyrnudeildar Vals nam rúmlega 25 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi deildarinnar, sem hefur verið opinberaður.

Tekjur félagsins hækka töluvert milli ára, eða um meira en 50 milljónir, og námu þær rúmum 490 milljónum. Athygli vekur að tekjur frá miðasölu hækka frá um 11,5 milljónum 2023 í um 27 milljónir í fyrra. Gríðarlegt magn af ársmiðum seldist eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir síðustu leiktíð og útskýrir það væntanlega þessa miklu hækkun.

Helstu útgjöld voru laun og launatengd gjöld. Námu þau um 355 milljónum, en um 304 milljónum árið áður.

Knattspyrnudeild Vals hagnaðist þá um rúmlega 37 milljónir króna á leikmannasölum í fyrra.

Sem fyrr segir nam hagnaður deildarinnar rúmum 25 milljónum árið 2024. Börkur Edvardsson lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar eftir tímabil og tók Björn Steinar Jónsson við af honum. Töluverðar breytingar urðu á bakvið tjöldin en það er óhætt að segja að Börkur og hans fólk skili góðu búi.

Ársreikningurinn í heild sinni

Meira:
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við