fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð tap var á rekstri knattspyrnudeildar KA á síðasta ári en þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Félagið tapaði um 16 milljónum á síðasta ári.

Árið á undan var hagnaður deildarinnar rúmar 42 milljónir króna en þá var félagið í Evrópukeppni sem getur gefið vel í aðra hönd.

Félagið er hins vegar vel rekið og tapið má að hluta til útskýra með þeim hætti að félagið greiddi leikmönnum bónusa fyrir að komast inn í Evrópukeppnina í ár.

Meira:
Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Engar tekjur eru hins vegar komnar inn á móti þar og því má búast við því að árið 2025 verði töluvert betra í rekstri fyrir deildina.

KA varð bikarmeistari á síðustu leiktíð en tekjur deildarinnar voru 359 milljónir en voru 440 milljónir árið á undan.

Launakostnaður hækkaði á milli ára og var 172 milljónir á síðustu leiktíð. Til að setja það í samhengi var Víkingur með 418 milljónir í launakostnað á síðasta ári en KA vann Víking í úrslitum bikarsins.

KA hefur tæpar 35 milljónir í handbært fé en skammtímaskuldir eru skráðar tæpar 22 milljónir.

Ársreikning KA má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Í gær

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Í gær

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það