fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ræða framtíð hans á næstu dögum – Hefur slegið í gegn síðan hann yfirgaf Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 21:30

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Real Betis munu á næstunni hittast og ræða framtíð Antony. Þetta kemur fram í spænskum miðlum.

Antony gekk í raðir Betis á láni frá United eftir martraðardvöl síðan hann fór á Old Trafford sumarið 2022 fyrir 86 milljónir punda.

Brasilíski kantmaðurinn hefur hins vegar slegið í gegn í La Liga. Er hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í ellefu leikjum. Hefur hann þá einnig búið til fleiri færi en nokkur annar í deildinni síðan hann kom.

Sem fyrr segir mun fundur milli United og Betis eiga sér stað á næstunni. Spænska félagið vill halda Antony en getur þó aðeins borgað hluta launa hans á Old Trafford. Hjá United eru menn ekki sérlega spenntir fyrir því að lána hann aftur út.

Samningur Antony við United rennur út eftir rúm tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli