Ofurtölva Opta telur meiri líkur á því að Arsenal vinni Meistaradeildina en Real Madrid, vekur þetta nokkra athygli.
Arsenal og Real Madrid mætast í átta liða úrslitum.
Opta telur mestar líkur á því að Barcelona vinni keppnina og PSG kemur þar á eftir.
Barcelona mætir Dortmund í átta liða úrslitum sem er ólíklegasta liðið til að vinna keppnina. PSG mætir Aston Villa í áhugaverðu einvígi á sama tíma.