fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 14:11

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson segir að það hafi verið erfitt verkefni að velja fyrsta landsliðshóp sinn. Hann telur 40-50 leikmenn geta verið í þessum hópi.

Arnar segist hafa ákveðið að fylgja eigin sannfæringu og sökum þessu séu fáir miðverðir í hópnum. Hann telur fjölhæfni mikilvægan kost.

„Það er mjög spennandi, það var áskorun að vera hinu megin við tjaldið. Maður hefði verið hinu megin við að kvarta yfir því að Jón væri ekki í hópnum fyrir Sigga, það er erfitt að velja hópinn. Við eigum fjölda af öflugum leikmönnum, 40 til 50 manna sterkur hópur. Það eru nokkuð margir sem fá að bíta í það súra epli að vera heima í þetta skiptið,“ sagði Arnar um fyrsta hóp sinn.

Meira:
Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Hann ákvað að fylgja eigin sannfæringu og telur að leikmenn þurfi að geta leyst fleiri en eina stöðu til að vera í hópnum.

„Það var að vera ruthless, vera trúr minni sannfæringu hvernig ég sé hlutina fyrir mér. Það eru ekki beint margir natural varnarmenn í hópnum, ég var að senda þau skilaboð að ég vildi meiri sveigjanleika í leikmönnum. Menn sem geta spilað nokkrar stöður, ekki fara í það að velja tvo hægri bakverði og þar fram eftir. Það var áskorun, á sama tíma mjög skemmtilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar frábæru boði frá London

Hafnar frábæru boði frá London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Annað högg í maga íslenska liðsins

Annað högg í maga íslenska liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til