fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

433
Miðvikudaginn 12. mars 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru á því að Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi átt að fá þyngri refsingu en það tveggja leikja bann sem Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ákveðið að hann skuli sæta fyrir gróft brot í leik gegn KR á sunnudag.

Liðin mættust í Lengjubikarnum og fór Samúel Kári í glórulausa tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfsssyni, leikmanni KR, í leiknum, sem Vesturbæingar unnu 1-3. Dómari leiksins lyfti strax upp rauða spjaldinu og þar með ljóst að Samúel Kári væri á leið í eins leiks bann. Aganefndin bætti hins vegar einum leik við hið hefðbundna bann.

Meira
Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, er á meðal þeirra sem telja refsinguna of væga og bendir hann á að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, hafi fengið þriggja leikja bann fyrir hegðun sína í leik gegn ÍR í Lengjubikarnum á dögunum.

„Ibrahima Balde fékk þriggja leikja bann fyrir enni í enni. Mjög heimskulegt en þar var enginn í hættu á að meiðast. Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“ skrifar Aron á samfélagsmiðilinn X.

Mun fleiri hafa gagnrýnt Samúel Kára harðlega fyrir brot sitt á sunnudag. Sjálfur hefur hann beðið bæði Gabríel Hrannar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, afsökunar.

Meira
Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli
433Sport
Í gær

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi