fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 12:30

Samúel Kári/Skjáskot: Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Kári Friðjónsson hefur tjáð sig í kjölfar brotsins umtalaða í leik Stjörnunnar gegn KR í gær. Hann er búinn að biðjast afsökunar.

Það var lítið um að vera í leiknum, sem KR vann 1-3, þegar Gabríel Hrannar Eyjólfsson tók við boltanum úti við hliðarlínu en þá mætti Samúel Kári og þrumaði hann niður. Dómari leiksins, Elías Ingi Árnason, reif strax upp rauða spjaldið.

Meira
Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net í dag og segir Samúel Kára hafa beðið Gabríel Hrannar afsökunar.

„Hann hafði samband við mig, fékk númerið hjá Gabríel og var mjög leiður yfir þessu. Þetta er bara búið og gert, menn gera hluti sem þeir sjá eftir. Hann er bara maður að meiri að hringja í Gabríel og biðja hann afsökunar, bara vel gert hjá honum,“ sagði Óskar.

Meira
Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“

Samúel Kári sjálfur ræddi einnig við Fótbolta.net. Er hann fullur eftirsjár.

„Það er lítið hægt að segja um tæklinguna í gær nema það að þetta var algjörlega óásættanlegt og algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir, bæði sem leikmaður og persóna. Svona á ekki að gerast á vellinum,“ sagði Samúel.

„Ég er búinn að tala við bæði Óskar og Gabríel og biðjast afsökunar og menn hafa skilið sáttir. Mikilvægast er að Gabríel hafi ekki slasast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa