fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 12:30

Samúel Kári/Skjáskot: Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Kári Friðjónsson hefur tjáð sig í kjölfar brotsins umtalaða í leik Stjörnunnar gegn KR í gær. Hann er búinn að biðjast afsökunar.

Það var lítið um að vera í leiknum, sem KR vann 1-3, þegar Gabríel Hrannar Eyjólfsson tók við boltanum úti við hliðarlínu en þá mætti Samúel Kári og þrumaði hann niður. Dómari leiksins, Elías Ingi Árnason, reif strax upp rauða spjaldið.

Meira
Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net í dag og segir Samúel Kára hafa beðið Gabríel Hrannar afsökunar.

„Hann hafði samband við mig, fékk númerið hjá Gabríel og var mjög leiður yfir þessu. Þetta er bara búið og gert, menn gera hluti sem þeir sjá eftir. Hann er bara maður að meiri að hringja í Gabríel og biðja hann afsökunar, bara vel gert hjá honum,“ sagði Óskar.

Meira
Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“

Samúel Kári sjálfur ræddi einnig við Fótbolta.net. Er hann fullur eftirsjár.

„Það er lítið hægt að segja um tæklinguna í gær nema það að þetta var algjörlega óásættanlegt og algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir, bæði sem leikmaður og persóna. Svona á ekki að gerast á vellinum,“ sagði Samúel.

„Ég er búinn að tala við bæði Óskar og Gabríel og biðjast afsökunar og menn hafa skilið sáttir. Mikilvægast er að Gabríel hafi ekki slasast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“