fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

433
Mánudaginn 3. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar í ljós kom að Björn Berg Bryde væri hættur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla. Björn hætti nú í upphafi árs en svo virðist sem eitthvað mikið hafi gengið á.

Björn hafði í rúmt ár aðstoðað Jökul Elísabetarson í Garðabænum en hefur látið af störfum, hvorki Björn né Stjarnan hafa kosið að ræða þessi tíðindi og kjaftasögurnar grassera.

Ein af þessum kjaftasögum kom til umræðu í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina. „Hafið þið heyrt eitthvað um það, mér var sagt að þetta væri í fússi en ég hitti hann og hann spáir þeim Íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og íþróttafréttamaður.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net tók þá til máls og kastaði fram sögu. „Ég get hent fram kjaftasögu, því þeir vilja ekki tjá sig um hvað gerðist eða hvernig þetta var. Það sem ég heyrði að hann hefði pantað sér ferð með konunni erlendis og á undirbúningstímabili, það fór illa í Jökul,“ sagði Elvar Geir.

„Þetta var bara við eða ferðin, þetta er sagan sem er að ganga. Þessi saga gæti verið kjaftæði en ég fæ ekki samviskubit með að fara með hana í loftið því þeir vilja ekkert segja okkur,“ sagði Elvar Einnig.

Tómas Þór segir þetta hefð í Garðabænum að láta kjaftasögur fljúga og ekki segja neitt einasta orð. „Stjörnumenn eru meistarar í að láta sögusagnir grassera um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn