fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Vestri sótti fyrrum sænskan unglingalandsliðsmann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 10:00

Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíinn Anton Kralj hefur skrifað undir hjá Bestu deildarliði Vestra.

Um er að ræða 26 ára gamlan vinstri bakvörð sem hefur spilað í efstu deildum í Svíþjóð og Noregi. Þá er hann fyrrum unglingalandsliðsmaður þjóðar sinnar.

Kralj var síðast á mála hjá stórliði Hammarby en spilaði síðast fyrir Sundsvall á láni.

Vestri hélt sér naumlega uppi sem nýliði í Bestu deildinni í fyrra og undirbýr sig fyrir sitt annað tímabil í deild þeirra bestu.

Tilkynning Vestra
Anton Kralj til Vestra.

Vestri hefur samið við sænska vinstri bakvörðinn Anton Kralj. Anton er 26 ára og með reynslu úr sænsku og norsku úrvalsdeildinni ásamt fyrstu deild í Svíþjóð. Hann á einnig leiki með U17, U19 og U21 árs liðum Svía. Hann kemur til okkar frá Hammarby en hefur einnig verið á mála hjá Malmö FF, Sandejord og Degerfors ásamt því að vera lánaður til Gefle og GIF Sundsvall.

Við bjóðum Anton hjartanlega velkominn í félagið. Áfram Vestri!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar