fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Hætta að eltast við skotmark United – Vilja Isak og horfa einnig til Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 13:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona er hætt að eltast við Viktor Gyökeres, framherja Sporting, samkvæmt blaðinu Mundo Deportivo í Katalóníu.

Sænski framherjinn hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir ótrúlega frammistöðu sína í Portúgal, þar sem hann hefur raðað inn mörkum.

Gyökeres hefur einnig verið orðaður við Manchester United til að mynda en samkvæmt nýjustu fréttum eru Börsungar farnir að horfa annað í leit að framherja.

Getty Images

Barcelona er í leit að arftaka Robert Lewandowski og sér þar Alexander Isak, sem hefur slegið í gegn hjá Newcastle, sem mjög vænlegan kost.

Isak hefur einnig verið orðaður við Arsenal, sem og fleiri félög, en ljóst er að Newcastle selur hann ekki ódýrt.

Samkvæmt Mundo Deportivo er Isak ekki eini maðurinn sem Barcelona vill í sóknarlínu sína í sumar því Luis Diaz hjá Liverpool er einnig á blaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?