fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir sem horfa á sjónvarp á Íslandi hafa séð auglýsingu þar sem Guðmundur Benediktsson er í sturtu og syngur þar ljúfa tóna. Um er að ræða auglýsingu fyrir Lengjuna, tökudagurinn til að búa til þá auglýsingu var langur.

Guðmundur fór yfir þetta í hlaðvarpinu Seinni níu þar sem aðallega er fjallað um golf en oftar en ekki leiðist spjallið út af sporinu.

Guðmundur sem er fyrrum knattspyrnumaður og er í dag ástsælasti íþróttalýsandi landsins sagði frá því hvernig þessi auglýsing Lengjunnar var til.

„Ég lýg því ekki, mér minnir að við höfum byrjað í tökum klukkan 09:00 á miðvikudagsmorgni. Ég kom heim rétt fyrir 21:00, ég var í sturtu í alvöru í 7 klukkutíma. Ég var soðinn,“ sagði Guðmundur um málið.

Málið var rætt á fundi á mánudeginum og farið í tökur tveimur dögum seinna. „Fjölskyldan var við eldhúsborðið að spila þegar ég kom heim, ég var spurður hvort ég ætlaði að vera með. Ég ætlaði að gera það, settist aðeins í sófann og rotaðist er mér sagt,“ sagði Guðmundur um þennan skemmtilega dag.

Þáttastjórnendur spurðu þá Guðmund hvort hann hefði fengið aukalega greitt fyrir að vera nakinn í auglýsingu. „Nei, væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans, þetta er eins og þetta er. Ef ég hefði vitað þetta aðeins fyrr, þá hefði ég farið tvisvar í ræktina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið