

Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Real Madrid, útilokar ekki að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni einn daginn.
Alonso er undir mikilli pressu á Santiago Bernabéu eftir aðeins tvo sigra í síðustu sjö deildarleikjum. Madrídingar töpuðu 2-0 á heimavelli gegn Celta Vigo um helgina, þar sem tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald, og eru nú fjórum stigum á eftir erkifjendum Barcelona.
Á fréttamannafundi fyrir leik Real Madrid gegn Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld var Alonso spurður út í hvort hann gæti séð fyrir sér að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.
„Algjörlega,“ svaraði Alonso, sem vann Meistaradeildina með Liverpool á árunum 2004–2010.
„Það er sterk tenging við enska boltann og sérstaklega við fyrrum félagið mitt, en eins og staðan er núna er þetta staðurinn sem ég vil vera á. Í framtíðinni veit maður þó aldrei hvað gerist.“