fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

433
Þriðjudaginn 9. desember 2025 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Pétursson, knattspyrnugoðsögn og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Vals, gagnrýnir stjórn félagsins harkalega í pistli á samfélagsmiðlum í kvöld.

Rúmt ár er síðan Börkur Edvardsson yfirgaf Val eftir ótrúlegt starf sem formaður og nýr formaður og stjórn tóku við. Þau hafa ákveðið að fara aðrar leiðir, sem var áberandi með kvennaliðið á síðustu leiktíð og virðist það vera stefnan með karlana nú.

Ný framtíðarstefna var kynnt fyrir stuðnignsmönnum á dögunum og Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður í Val, sagði til að mynda í viðtali við Fótbolta.net að stefnan á Íslandi hafi of mikið verið á þann veg að menn tjaldi til einnar nætur.

Pétur, sem skilaði mögnuðu starfi sem þjálfari kvennaliðsins og vann Íslandsmeistaratitilinn til að mynda fjórum sinnum, var látinn fara frá Val eftir tímabilið í fyrra. Árangur kvennaliðsins var svo arfaslakur í ár.

„Það er ótrúlegt hvernig stjórn Vals lítillækkar bæði KK og KVK lið Vals undanfarin ár. Gera lítið úr stórkostlegum árangri stjórnar Barkar í yfir 20 ár, öllum þjálfurum og öllu því fólki sem vann að miklum dugnaði fyrir hönd Vals.

Frá árinu 2014 til 2024 unnu KK og KVK lið Vals 12 stóra titla, lið sem voru búin til af ungum, mið og eldri leikmönnum. Öll þessi lið voru frábær og skemmtileg lið að horfa á og gleði allt í kringum þessi lið,“ skrifar Pétur.

Þá gagnrýnir hann einnig nýju stjórnina fyrir störf sín undanfarið ár eða svo. Hefur það til að mynda verið til tals hvernig er skilið við leikmenn sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.

„Að geta sagt að Valur hafi tjaldað til einnar nætur er algert virðingarleysi við þá leikmenn, þjálfara, stjórn og sjálfboðaliða sem bjuggu þennan ótrúlega árangur til. Það er talað um að allt sé svo faglegt sem núverandi stjórn er að gera, það er ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár og sorglegt hvernig komið er fram við leikmenn sem hafa borið merki Vals hátt uppi.“

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ er á meðal þeirra sem leggja orð í belg um málið.

„Kaeri Petur, allt rett og satt, en thetta eru thvi midur kvedjurnar, sem fyrrverandi Formenn Knattspyrnu Deildar Vals fa allt of oft thegar their haetta? Eg kannast vid thetta eftir 5 ara og endalausa skemmtilega vinnu fyrir Val! Fyrrverandi Formadur vann Frabaert starf i Val! Takk Borkur! AFRAM VALUR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Í gær

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“