
Napoli hefur gert Kobbie Mainoo frá Manchester United að sínu aðalskotmarki fyrir janúargluggann, að sögn ítalska miðilsins La Repubblica.
Antonio Conte stjóri Napoli glímir við mikil meiðslavandræði á miðjunni, þar sem Frank Anguissa, Kevin De Bruyne og Billy Gilmour eru allir frá.
Mainoo, sem er 20 ára, hefur lítið spilað undir Ruben Amorim hjá United og vill sjálfur fara á láni til að fá reglulegan spilatíma fyrir HM 2026. Hann er sagður mjög ósáttur við stöðu sína á Old Trafford.
Napoli getur aðeins gert lánasamninga í janúar og er í kapphlaupi við tímann um að tryggja sér leikmanninn strax við opnun gluggans. Samkvæmt fréttum hefur Mainoo gefið grænt ljós á skiptin og vonast Ítalíumeistararnir til að ná samkomulagi innan tveggja vikna.
United hefur undanfarið selt Scott McTominay til Napoli og lánað Rasmus Hojlund. Samband félaganna er því gott.