fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napoli hefur gert Kobbie Mainoo frá Manchester United að sínu aðalskotmarki fyrir janúargluggann, að sögn ítalska miðilsins La Repubblica.

Antonio Conte stjóri Napoli glímir við mikil meiðslavandræði á miðjunni, þar sem Frank Anguissa, Kevin De Bruyne og Billy Gilmour eru allir frá.

Mainoo, sem er 20 ára, hefur lítið spilað undir Ruben Amorim hjá United og vill sjálfur fara á láni til að fá reglulegan spilatíma fyrir HM 2026. Hann er sagður mjög ósáttur við stöðu sína á Old Trafford.

Napoli getur aðeins gert lánasamninga í janúar og er í kapphlaupi við tímann um að tryggja sér leikmanninn strax við opnun gluggans. Samkvæmt fréttum hefur Mainoo gefið grænt ljós á skiptin og vonast Ítalíumeistararnir til að ná samkomulagi innan tveggja vikna.

United hefur undanfarið selt Scott McTominay til Napoli og lánað Rasmus Hojlund. Samband félaganna er því gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool