

Íslenskir dómarar verða að störfum í Sambandsdeildinni á fimmtudag á leik KF Shkëndija og Slovan Bratislava.
Leikurinn fer fram í Skopje í Norður Makedóníu.
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.