fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Carragher varpar annarri sprengju í stríðinu við Salah – Sjáðu hvað hann birti í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher er allt annað en sáttur við Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og heldur áfram að skjóta á hann.

Carragher hélt um átta mínútna einræðu í kjölfar umdeilds viðtals Salah eftir 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds um helgina.

Þar sakaði Egyptinn félagið og Arne Slot um að hafa hent honum fyrir rútuna og sagðist ekki lengur eiga neitt samband við stjórann.

Carragher sagði viðtalið skammarlegt og sakaði Salah og umboðsmann hans um að hafa skipulagt það til að valda félaginu sem mestum skaða.

Hann benti jafnframt á slakt vinnuframlag leikmannsins varnarlega og minnti á misheppnaða dvöl hans hjá Chelsea og vonbrigði með landsliði Egyptalands, svo dæmi séu nefnd.

Salah birti svo mynd af sér í líkamsræktarsal Liverpool í dag, þar sem hann er utan hóps í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Carragher endurbirti mynd Salah og skrifaði við hana: „Held að ég hafi ekki vonast svona mikið eftir sigri Liverpool í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur