

Bournemouth vill halda Antoine Semenyo út tímabilið þrátt fyrir vaxandi áhuga ensku úrvalsdeildarfélaga í að fá hann í janúar, samkvæmt BBC Sport.
Sky Sports greindi frá því í síðasta mánuði að sóknarmaðurinn sé með 65 milljóna punda ákvæði sem virkjast í janúar, en verðið lækkar sumarið 2026.
Tottenham hefur aukið áhuga sinn í leikmanninum fyrir janúargluggann, en félagið fær harða samkeppni frá bæði Liverpool og Manchester City um landsliðsmann Gana.
Semenyo er sagur vera maðurinn sem Liverpool vill fá ef Mohamed Salah fer í janúar.
Í nýrri frétt segir að Bournemouth vilji helst halda Semenyo út tímabilið og jafnvel selja hann síðar á lægra verði, eða gera samning í janúar sem myndi tryggja að hann færi eftir HM næsta sumar.
Lið Andoni Iraola er sagt skoða mögulega staðgengla, en enginn leikmaður er strax tilbúinn til að koma inn. Semenyo hefur verið einn af bestu leikmönnum Bournemouth á tímabilinu og félagið vill forðast að missa lykilmann í miðju kappi.