

Fyrrum fyrirsætan Cassie Sumner, sem áður komst í sviðsljósið þar sem hún á að hafa verið með Harry Bretaprins eina kvöldstund er þau voru ung, átti samkvæmt breskum götublöðum í stormasömu sambandi við Michael Essien, fyrrum leikmann Chelsea.
Essien, sem varð 42 ára í síðustu viku, var á hátindi ferils síns hjá Chelsea á árunum 2005–2012. Á sama tíma vakti persónulegt líf hans athygli þegar Sumner fullyrti að þau hefðu verið sambandií 17 mánuði, en að leikmaðurinn hafi síðar neitað því opinberlega.

Fyrrverandi kærasta Essien, Lurata Murati, sakaði hann um að hafa haldið framhjá sér með Sumner og að hann hafi svikið sig og logið að sér. Breskir miðlar sögðu Essien hafa keypt gjafir fyrir Sumner og að hún hefði svo gott sem flutt inn á heimili hans, á meðan Murati hélt því fram að hún hefði aldrei fengið að heimsækja sama hús.
Sumner sagði í endurminningabók sinni að Essien hefði brotið hjarta hennar og gagnrýndi fyrrum miðjumanninn harðlega.
Essien hefur ekki viljað tjá sig um málið.