fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

433
Mánudaginn 8. desember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska fyrirtækið GoalUnit er að gera sig gildandi í íslenskum fótbolta, tölfræðifyrirtækið hefur samið um að sjá um greiningar fyrir Val og Breiðablik hefur einnig átt í viðræðum við fyrirtækið.

GoalUnit er sænskt íþróttatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í leikgreiningu, gagna­söfnun og mælingum á frammistöðu leikmanna. Fyrirtækið var stofnað af sérfræðingum í fótbolta, tölfræði og upplýsingatækni, og hefur á skömmum tíma orðið eftirsótt af liðum víða í Evrópu.

Ekki eru alli sammála þeirra tækni sem GoalUnited hefur fram að færa og var rætt um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina.

„Ég hef átt eitt samtal við ansi fróðan mann í þessu, einn þann fróðasta á Íslandi. Hann er vægast sagt ekki hrifin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í aðalstjórn Víkings.

Sá aðili sem Tómas ræddi við var ekkert að skafa af því um sænska fyrirtækið. „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu. Þetta eru hans orð úr tveggja manna tali.“

Hvað gerir GoalUnit?
GoalUnit þróar lausnir sem hjálpa félögum að taka betri ákvarðanir í leikmannamálum og þjálfun. Helstu þjónustur:
Framistöðugreining – ítarleg gögn um hlaup, ákvarðanatöku, sendingar, pressu, varnarvinnu og sköpun leikmanns.
Tæknilegar mælingar – mat á boltatækni, t.d. með skotmælingum, sendingarnákvæmni og styrkleika hráefnis hjá ungum leikmönnum.
Samanburður við aðra leikmenn – notað til að finna hæfileika og greina hvort leikmaður passi inn í tiltekið leikkerfi.
Þróunaráætlanir fyrir leikmenn – einstaklingsbundnar þjálfunarleiðir byggðar á hlutlægum mælingum.

Af hverju nota félög GoalUnit?
Bætir ákvarðanatöku í leikmannakaupum og þróunarstarfi.
Gefur hlutlæg gögn sem draga úr tilfinningalegum skekkjum í mati á leikmönnum.
Hjálpar til við að hámarka frammistöðu og bæta gæði þjálfunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah líklega hent úr hóp

Salah líklega hent úr hóp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta