

Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, mætti til Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Afturelding féll úr Bestu deildinni sem nýliði í sumar, en var í séns allt fram í lokaumferð. Þar mætti liðið ÍA í Akraneshöllinni, þurfti að sigra og treysta á jafntefli milli Vestra og KR fyrir vestan.
„Það var alltaf trú og við byrjuðum leikinn vel. Það er mjög skrýtið að þurfa að treysta á jafntefli. Því miður þá held ég að þegar líða tók á leikinn hafi leikmenn verið meðvitaðir um hvað var í gangi á Ísafirði,“ sagði Magnús.
„Það hjálpaði ekki til að í fyrri hálfleik ákvað vallarþulurinn að lesa upp úrslit úr einum öðrum leik, þeim sem var á Ísafirði. Í raun viljandi til að draga máttinn úr okkur.
Mér fannst það skrýtið, ég hef ekki heyrt menn mikið lesa úrslit í öðrum leikjum og hvað þá taka einn leik fyrir. Mér fannst þetta ekki góð hegðun en þeir mega eiga þetta við sig að spila þetta svona, við munum mætast aftur,“ bætti hann við beittur.
Nánar í spilaranum.