
Sigurjón Daði Harðarson er genginn í raðir Fram frá Fjölni.
Um er að ræða 24 ára gamlan markvörð sem var ungur farinn að spila fyrir aðallið Fjölnis.
Kemur hann til með að keppa við Viktor Frey Sigurðsson, sem átti ansi gott sumar í Bestu deildinni, um sæti aðalmarkvarðar.
Fram hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Sigurjón Daði Harðarson gengur til liðs við FRAM! 💙🧤
Öflug viðbót í hópinn okkar. Sigurjón er 24 ára, kemur frá Fjölni og á að baki 135 leiki í meistaraflokki og 17 landsleiki með yngri liðum Íslands.
Velkominn í Fram-fjölskylduna í Úlfarsárdalinn, Sigurjón! 💙⚽️ pic.twitter.com/3H5R767ViK— Knattspyrnudeild Fram (@FRAMknattspyrna) December 5, 2025