

Það er þétt dagskrá í Íþróttavikunni á 433.is þennan föstudaginn.
Í fyrri hluta þáttar fær Helgi Fannar þá Andra Geir Gunnarsson og Vilhjálm Frey Hallsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, í heimsókn. Þeir ræða helstu fréttir úr vikunni, leikina í enska boltanum og fleira til.
Síðasta hálftímann eða svo er Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, í setti. Hann fer yfir tímabilið, framhaldið, nýjan samning og margt fleira.
Hlustaðu á þáttinn í spilaranum, eða á helstu hlaðvarpsveitum. Viðtalið við Magnús er þá í mynd hér að neðan.