
Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Íslands, skrifaði afar hjartnæma færslu um Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, eftir að tilkynnt var um andlát hans í gær.
Hareide hafði verið að glíma við krabbamein í heila og greindi sonur hans, Bendik, frá andláti þessa reynslumikla og sigursæla þjálfara í gær. Davíð starfaði með honum hjá karlalandsliðinu í fyrra og minnist sérstaklega sigursins á Englandi á Wembley í færslu sinni.
Meira
Age Hareide er látinn
„Elsku vinur, þetta er erfiður dagur fyrir mig, leikmennina, starfsfólkið, fótboltann og fjölskyldu þína. Fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan stóðum við hlið við hlið og fögnuðum með strákunum okkar. Eftir á sagðir þú við mig: Davíð, vertu ávallt þakklátur fyrir góðu augnablikin í lífinu og fótboltanum, því þessu íþrótt gerir þig geðveikan flestum stundum,“ skrifaði Davíð.
„Þetta er erfitt en ég mun gera eins og ég lofaði stjóri. Ég mun vera þakklátur fyrir að kynnast þér, vinna með þér, fyrir öll samtölin, ráðin, ástríðuna, leiðtogahæfnina og vináttu okkar allt til loka. Frá allri fjölskyldunni þinni á Íslandi, hugur okkar er hjá fjölskyldu þinni á þessum erfiðu tímum. Sannur leiðtogi. Hvíldu í friði stjóri.“
View this post on Instagram