fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik heimsækir franska liðið Strasbourg annað kvöld í lokaleik sínum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar eiga enn möguleika á að fara áfram í útsláttarkeppnina en það þarf allt að ganga upp.

Liðið er með fimm stig fyrir lokaumferðina eftir lífsnauðsynlegan sigur á Shamrock Rovers á Laugardalsvelli í síðustu viku. Sigur gegn Strasbourg á morgun ætti að duga til að vera í efstu 24 sætunum og fara áfram í útsláttarkeppnina eftir áramót.

Það verður þó ekkert spaug, en Strasbourg er á toppi Sambandsdeildarinnar með 13 stig og í sjöunda sæti í frönsku úrvalsdeildinni. Liðið er systurlið Chelsea og fær reglulega leikmenn þangað.

Veðbankar hafa ekki allt of mikla trú á óvæntum sigri Breiðabliks á morgun, en stuðullinn á Lengjunni er til að mynda 8,74. Hann er 1,17 á sigur Strasbourg en 5,53 á jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 20 annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Í gær

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni