
Það var mikið fjör þegar Manchester United tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld, en leiknum lauk 4-4.
United hefur gengið illa í síðustu heimaleikjum og hefði Ruben Amorim viljað taka sigur þarna, en allt kom fyrir ekki.
United komst þrisvar sinnum yfir í leiknum og er þetta í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem lið gerir það en vinnur ekki leikinn, ekki sérstök tölfræði.
Þess má geta að þetta gerðist einmitt síðast í 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester City 12. nóvember 2023, þar sem City komst þrisvar yfir.