
Það kemur fram í spænskum miðlum í dag að Real Sociedad sé að endureimta þá Mikel Oyarzabal og Orra Stein Óskarsson úr meiðslum.
Orri hefur ekki leikið síðan 30. ágúst í tapi gegn Oviedo vegna meiðslanna. Hann hefur þá misst af fjölda landsleikja með Íslandi, hvar hann er fyrirliði.
Nú er framherjinn hins vegar að snúa aftur til æfinga, sem verða að teljast afar gleðileg tíðindi.
Orri er á sínu öðru tímabili með Sociedad, en hann gekk í raðir félagsins frá FC Kaupmannahöfn í fyrra.