
Það er hörð barátta um Oskar Pietuszewski, 17 ára kantmann Jagiellonia í Póllandi. Nokkur af stærstu félögum Evrópu hafa áhuga.
Pietuszewski hefur slegið í gegn í Ekstraklasa á þessu tímabili og er talinn eitt mesta efni Evrópu. Arsenal, Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City eru öll á eftir honum.
Allir áfangastaðirnir heilla ungan leikmann eins og Pietuszewski en hann og fólkið í kringum hann munu vanda val sitt vel.
Pietuszewski er samningsbundinn Jagiellonia til sumarsins 2027 og er talið að félagið vilji um 15 milljónir punda fyrir hann.