

Minningarorðum hefur streymt inn eftir að Luis Felipe Gomes de Jesus, 20 ára gamall brasilískur fótboltamaður, lést í hörmulegu slysi eftir að hann féll af þaki hótels í Brasilíu.
Atvikið átti sér stað á fimmtudag í Recife. Lögregla rannsakar málið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum er talið að um slys hafi verið að ræða. Er talið að Luis hafi misst jafnvægið.
Slökkvilið, lögregla og sjúkraliðar voru kallaðir á vettvang, en Luis lenti því miður á þröngu svæði sem erfitt var að komast að.
Félag hans boðaði þriggja daga opinbera sorg eftir að andlátið var tilkynnt, en margir eru slegnir vegna málsins.