

Manchester United mistókst að vinna Bournemouth á heimavelli þrátt fyrir yfirburði stóran hluta leiksins í gær. Leiknum lauk með 4-4 jafntefli.
Stuðningsmenn United eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna á Old Trafford í gær og vanda Simon Hooper ekki kveðjurnar.
Í tvígang í fyrri hálfleik töldu stuðningsmenn United að liðið að fá víti en ekkert var dæmt
HAND BALL OR NO HAND BALL pic.twitter.com/buSRrH8oBo
— Goals ⚽ 🥅 (@Goals360hub) December 15, 2025
Hér að ofan er eitt atvikið þar sem boltinn virðist fara í höndina á leikmanni Bournemouth og sömu sögu er að segja um atvik í stöðunni 1-1.
Þá telja stuðningsmenn United að Antoine Semenyo hafi átt að fá rautt spjald fyrir að taka Diogo Dalot hálstaki.
Ástæðan er sú að Casemiro miðjumaður United fékk rautt spjald fyrir svipað atvik á heimavelli gegn Crystal Palace á sínum tíma. Svipuð atvik en ekki sama niðurstaða.

