fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Eyþórsson, varnarmaðru Fylkis, hefur ákveðið að segja þetta gott í boltanum og leggja skónna frægu á hilluna.

„Meiri Fylkismann er vart hægt að finna, en Ásgeir hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár, spilað lykilhlutverk innan vallar sem utan og verið mikill leiðtogi fyrir félagið,“ segir á vef Fylkis.

Ásgeir sem oft er kallaður Seðlabankastjórinn spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2011 og hefur alla sinn feril klæðst appelsínugulu treyjunni. Á ferlinum hefur hann klukkað inn hvorki meira né minna en 350 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 29 mörk.

„Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með glæsilegan feril. Það verður mikil eftirsjá af honum á vellinum, en við hlökkum til að taka á móti honum í nýju hlutverki sem stuðningsmanni liðsins í stúkunni.“

Ljóst er að þetta er áfall fyrir Fylki en liðið ætlar sér upp í Bestu deildina undir stjórn Heimis Guðjónssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins