fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 21:00

Aaron Ramsey / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey hefur staðfest að samningi hans við mexíkóska liðið Pumas UNAM hafi verið rift, aðeins fimm mánuðum eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Cardiff.

Þessi 34 ára gamli leikmaður, sem áður lék með Arsenal, Juventus og Rangers, hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins, þar sem hann lýsir meðal annars yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

„Ég vil þakka fólkinu hér í Mexíkó fyrir að taka svo vel á móti mér og fjölskyldu minni. Því miður var samningi mínum rift, sem kom mér mjög á óvart og voru mikil vonbrigði. Það er því ekkert annað að gera en að fara heim til Wales,“ segir þar.

Miðjumaðurinn spilaði aðeins sex leiki fyrir Pumas og skoraði eitt mark á þeim tíma, en hann glímdi einnig mikið við meiðsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok