
AC Milan beinir sjónum sínum að framherjanum Niclas Fullkrug hjá West Ham í leit að hefðbundinni níu samkvæmt Sky Sports.
Skoðar félagið þann möguleika að fá hann á láni. Milan er um þessar mundir í taktískri enduruppbyggingu undir stjórn Massimiliano Allegri og hefur liðið glímt við vandræði í sóknarleiknum.
Þar af leiðandi er talið að reynslumikill framherji, sem getur haldið bolta, spilað með bakið að marki og þess háttar, sé forgangsmál hjá félaginu. Fullkrug fellur inn í þann ramma, en hann hefur átt í erfiðleikum í ensku úrvalsdeildinni.
Fullkrug gekk til liðs við West Ham eftir að hafa gert vel í Þýskalandi með Dortmund og Werder Bremen, en honum hefur ekki tekist að aðlagast á Englandi hingað til.