fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan beinir sjónum sínum að framherjanum Niclas Fullkrug hjá West Ham í leit að hefðbundinni níu samkvæmt Sky Sports.

Skoðar félagið þann möguleika að fá hann á láni. Milan er um þessar mundir í taktískri enduruppbyggingu undir stjórn Massimiliano Allegri og hefur liðið glímt við vandræði í sóknarleiknum.

Þar af leiðandi er talið að reynslumikill framherji, sem getur haldið bolta, spilað með bakið að marki og þess háttar, sé forgangsmál hjá félaginu. Fullkrug fellur inn í þann ramma, en hann hefur átt í erfiðleikum í ensku úrvalsdeildinni.

Fullkrug gekk til liðs við West Ham eftir að hafa gert vel í Þýskalandi með Dortmund og Werder Bremen, en honum hefur ekki tekist að aðlagast á Englandi hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok