fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United gerði Bruno Fernandes ljóst síðasta sumar að hann væri lykilmaður í framtíðaráætlunum félagsins eftir að sádiarabíska félagið Al-Hilal lagði fram afar hagstætt tilboð til að fá hann frá Old Trafford. Al-Hilal bauð Fernandes gríðarlega há laun, en engin formleg samskipti áttu sér stað við United og fyrirliðinn hafnaði hugmyndinni.

Manchester Evening News segir forráðamenn United ekki kaupa viðtal sem Bruno, fyrirliði liðsins, veitti í heimalandi sínu Portúgal.

Fernandes ræddi ákvörðunina í viðtali við Manchester Evening News í október og sagði þá bæði knattspyrnustjórann og félagið hafa gert sér grein fyrir mikilvægi hans og viljað halda honum. Nú virðist hann þó hafa sent misvísandi skilaboð í nýlegu viðtali við Canal 11, sjónvarpsrás portúgalska knattspyrnusambandsins.

„Félagið vildi að ég færi, ég hef það í huga mér. Ég sagði stjórnendum þetta, en ég held að þeir hafi ekki haft hugrekki til að taka þá ákvörðun. Ég ákvað að vera áfram,“ sagði Fernandes.

Heimildir innan Manchester United hafna þessum orðum og ítreka að forysta félagsins hafi verið skýr allt sumarið um að Fernandes væri lykilmaður í framtíð liðsins. Þær vísa einnig í ummæli leikmannsins sjálfs í október, þar sem hann sagði félagið deila þeirri sýn Ruben Amorim að hann yrði áfram hjá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Í gær

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur