
Paul Doyle, sem keyrði vísvitandi inn í mannfjölda á sigurhátíð Liverpool eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í vor, hefur verið dæmdur í 21 árs og sex mánaða fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Liverpool Crown Court í dag.
Doyle, 54 ára þriggja barna faðir og fyrrverandi landgönguliði, ók inn í hóp aðdáenda á Water-götu í miðborg Liverpool þann 26. maí. Alls slösuðust 134 manns, á aldrinum sex mánaða upp í 77 ára. Hann játaði í nóvember 31 brot gagnvart 29 fórnarlömbum, þar á meðal tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðslum af ásetningi.
Doyle var ekki undir áhrifum áfengis er hann framdi voðaverkin. Verjandi hans, Simon Csoka, segir skjólstæðing sinn iðrast innilega, skammast sín og taka fulla ábyrgð.
Sérstök athygli var vakin á hetjudáð Daniel Barr, fyrrverandi hermanni sem stöðvaði Doyle með því að stökkva inn í bílinn og stöðva hann. Barr hlaut heiðursorðu fyrir hugrekki.