

Miðar á leiki Englands á HM hafa verið settir á sölu fyrir yfir 9.000 pund á miðasölusíðu sem tengist Todd Boehly, meðeiganda Chelsea.
Um er að ræða vefsíðuna Vivid Seats, sem selur miða áfram og hefur áður komið Boehly í vandræði gagnvart ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt fréttum eru þar boðnir miðar á opnunarleik Englands í riðlakeppni HM gegn Króatíu þann 17. júní á allt að 9.753 pund.
Um er að ræða svokallaða miða í þriðja flokki, sem hafa skráð andvirði upp á 198 pund hjá FIFA. Það verð er þó þegar talsvert hærra en á HM í Katar. Endursöluverðið hjá Vivid Seats jafngildir því hækkun upp á um 4.826 prósent frá upprunalegu verði miðanna.
Todd Boehly er skráður sem stjórnarmaður og fjárfestir hjá Vivid Seats, sem hefur vakið mikla gagnrýni meðal stuðningsmanna. Þess má þó geta að endursala miða yfir nafnverði er lögleg bæði í Bandaríkjunum og Kanada.