

Manchester City hefur sett sér það markmið að fá Marc Guéhi, varnarmann Crystal Palace og enska landsliðsins, til liðs við sig sem lykilmann í enduruppbyggingu varnarinnar á næsta tímabili.
Guéhi, sem er 25 ára gamall, hefur verið einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og hefur vakið mikla athygli fyrir stöðuga frammistöðu sína með Palace sem og í landsliði Englands.
Samkvæmt The Times telja forráðamenn City hann vera rétta manninn til að leiða breytingar í varnarlínu liðsins, þar sem nokkrir reynslumiklir varnarmenn gætu verið á förum á næstu misserum. Samningur Guehi er á enda næsta sumar.
Pep Guardiola er sagður mikill aðdáandi Guéhi og telur leikstíl hans henta vel þeirri uppbyggingu og pressu sem City leggur áherslu á.