
Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Cardiff á útivelli í kvöld.
Mörkin létu standa á sér lengi vel en Alejandro Garnacho kom gestunum yfir á 57. mínútu.
Þegar stundarfjórðungur lifði leiks jafnaði David Turnbull fyrir Cardiff en Chelsea svaraði örfáum mínútum síðar með marki Pedro Neto.
Garnacho innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í uppbótartíma. Lokatölur 1-3.
Chelsea er því fyrsta lið inn í undanúrslitin. Tveir leikir fara fram á morgun, Manchester City gegn Brentford og Newcastle gegn Fulham. Arsenal tekur svo á móti Crystal Palace í næstu viku.